Vikuleg yfirlit í deildinni

Vika 1:

Tindastóll vs Somnio’s Esports

Fyrsti leikur Vodafone deildarinnar byrjaði af krafti! Somnio réðu hvaða hlið þeir fengu og kusu að taka þá rauðu sem bauð þeim mögulega upp á fleiri power og counter picks. Bönnin röðuðust nákvæmlega upp eins og þeir hefðu kosið þar sem að þeir náðu bæði Ornn og Miss Fortune í fyrstu umferð. Eldur, junglerinn hjá Tindastól, komst hinsvegar á sinn mest spilaða mann Sylas. Somnio náðu ekki að refsa honum nógu vel í byrjun þar sem að Samherji var á Kayn sem er ekki upp á sitt sterkasta snemma í leiknum. Það fór mikið púður hjá Samherja að ná einhverju bot sem skilaði ekki sínu. Hinu meginn við borðið komst Eldur hratt af stað, tók Stólana á bakið og brunaði með þá til sigurs á einungis 24 mínútum.

Það kom engum á óvart þegar Somnio bönnuðu Sylas í leik 2. Fyrir utan það skipuðust bönnin keimlíkt þeim í fyrsta leik en samt sáum við nýja champa. Somnio náðu að grípa í Sett fyrir Dr Skrímsli og skiptu úr skotglöðu Miss Fortune fyrir Varus & Nautilus á Hroll og Smack 56.
Þetta leit mun betur út fyrir Somnio þegar að Samherji náði að tryggja first blood með lvl 2 ganki á Wukong top og ocean drake fljótlega eftir það. Þegar að Somnio náðu hinsvegar loksins að tryggja fyrsta turninn í leiknum var staðan orðin 8 - 4 Tindastól í hag; Wukong var kominn í gang þrátt fyrir erfiða byrjun og virkaði algjörlega óstöðvandi í kringum mínútu 15. Þegar að Somnio voru svo farnir að geta ráðið við hann var skaðinn sem fylgdi frá baklínunni of mikill - Stólarnir tryggðu sér drekasálina og gengu svo snyrtilega frá leiknum, 2-0 Tindastóll.

MVP:
Gissur “Leikmaður” hjá Tindastól. t
Féll örlítið í skuggann í leik 1 en átti stóran þátt í þeim sigri. Lvl 2 gankið hótaði því að taka hann úr leiknum og á mínutu 6 var hann með 16 cs á meðan að Dr Skrímsli sat á 46. Hann klóraði sig samt aftur í gang þökk sé smá aðstoð frá Villta Tryllta, support Stólana og endaði á að vera lykilmaður í báðum leikjum.

Fylkir vs Turboapes United

Báðir leikirnir þetta kvöldið voru grimmt blóðbað en ótrúlega jafnir. Það var loksins á tuttugustu mínútu sem að gullmunurinn varð meiri en nokkrir hundraðkallar og leikurinn fór að hallast yfir til apanna. Nær allt gullið hjá Fylki sat á Oyq, ADC-inum sem var hoppandi og skoppandi á Kalistu. Hinu meginn var borðið var risastór Diana í höndunum á Mooncaké og hann var duglegur að demba sér yfir á Oyq til að sprengja hann. Við fengum að sjá nokkra slagi þar sem að Mooncaké gerði akkúrat það og jafnvel þegar það dugði ekki til keypti það nógu mikinn tíma fyrir Ahn Jjyoung að láta rigna kúlum sem Miss Fortune og hreinsa upp hvern bardagann á fætur öðrum. Brúsí spilaði líka lykilhlutverk í bardögum með því að halda sínum manni Ahn Jiyoung öruggum þökk sé lanterns eða með því að læsa inni lið Fylkis sem viltu komast inn í baklínuna. Aparnir gripu leikinn loksins sterkum höndum, sóttu sér nokkra barona og keyrðu svo niður byggingarnar hjá Fylki.

Top lanerinn hjá öpunum, Tediz, átti aldeilis ekki góða byrjun. Hann kom sér í gott CS lead á Ireliu en tapaði svo 1v1 í lvl 3 á móti Camille hjá Car. Hlutirnir urðu ekki mikið skemmtilegri hjá honum þar sem Tartalaus nýtti sér vel flash leysi hjá Tediz og tryggði annað kill á hann. Á mínútu 15 dó Tediz eina ferðina enn og var þá kominn í 2/7. Leikurinn var þá ennþá frekar jafn en Fylkir höfðu náð að tryggja sér fyrstu tvo drekana og litu ágætlega út.
Það var því ánægjulegt, þó hálf óskiljanlegt, þegar að Tediz tók svo Car í hreinu 1v1 og fór allt í einu að sanka að sér kills. Það raðaðist líka illa fyrir Fylki að öll killin þeirra lágu hjá Car og Tartalaus en Oyq og Jenk féllu langt aftur úr á bot lane. Þessi kills á Tediz voru ekki að gefa sérstaklega mikið gull, honum tókst að klóra sig aftur inn í leikinn og þökk sé því og hvað mid / bot hafði gengið vel hjá Öpunum náðu þeir loksins að byggja upp almennilegan gull mun. Endaði með því að þeir náðu stjórn á öllum leiknum, tóku næstu tvo dreka og voru svo ekki lengi að taka sigurinn.

2-0 Turboapes United

MVP:
Brúsí, supportinn hjá Turboapes
Átti lygilega góðan Thresh leik þar sem hann endaði 4/1/22 og komst dauðalaus í gegnum Körmu leikinn, 0/0/17.
ADC-inn Ahn Jiyoung var með gríðarlega góða statta líka en það var Brúsí sem að hélt sínum manni gangandi og átti nokkur myndarleg play til að halda Ahn Jiyoung á lífi.

Dusty Academy vs XY.esports

Þó svo að Dusty Academy séu ekki að tefla fram sterkustu leikmönnum Dusty merkisins eiga samt örugglega flestir von á að því að þeir standi uppi sem sigurvegarar í lok deildarinnar. Þess vegna brá örugglega einhverjum þegar þeir töpuðu fyrsta leiknum í þessari viðureign!Dusty voru nokkuð snöggir að ná í gold lead, sérstaklega þökk sé því að Nippla á Kalistu hraðspólaði fram úr Veggnum sem að sat á Shen undir turninum sínum að reyna að safna einhverju pínu gulli. Þegar sem verst stóð var Nippla með tæplega 100 cs á móti 50 og heildar gullið 3000 í vil fyrir Dusty. Það var nákvæmlega ein ástæða fyrir að hlutirnir voru ekki verri og það var vegna nýliðans ko0n á miðjunni hjá XY sem átti frábæran leik á Nocturne og endaði 15/1/15. Nocturne pikkið virkaði líka allt of vel á móti Dusty draftinu þar sem að Dusty voru að treysta á Kalistu og Vayne í baklínunni til að gera flestan skaðann og þeir áttu ekki séns á að stoppa innkomu ko0n. Þökk sé því tóku XY.esports slag eftir slag, hvern einasta dreka í leiknum og kláruðu svo loks leikinn á um 33 mín.

Hrakfarir Veggsins héldu áfram. XY bönnuðu sjálfir Sett en Dusty tóku í burtu Maokai, Shen og Ornn. Það var þá fátt eftir fyrir Vegginn til að spila og sem last pick endaði hann á að þurfa að taka Poppy á móti Rumble og gaf upp first blood á fyrstu mínútum í hreinu 1v1 gegn Nipplu.
Dusty bönnuðu Nocturne í þessum leik og koON var ekki að ná að leika eftir sömu hluti. Hann hélt ágætlega í Sausa á miðjunni en það vantaði eitthvað meira þar sem að öll hin lane-in hjá þeim voru að klikka. Það sem verra var, Dusty Sósa hafði fengið Olaf og hann sá alfarið um að þurrka út þá litlu von sem XY höfðu. Dusty strákarnir tóku leikinn mjög auðveldlega á 21 mínútu.

Leynivopnin hjá XY fengu að brjótast fram. Wukong á top fyrir Vegginn, Nocturne aftur á mid fyrir ko0n. Það skipti hinsvegar engu máli því að Sósa var glaðvaknaður og átti lygilega frammistöðu á Elise. Bæði var hann með sterkustu manneskjunum á riftinu ásamt því að hafa kíkt reglulega í heimsókn á bot lane til að tryggja að Kristut og Zarzator næðu tryggri yfirhönd þar.
Apinn á top náði ekki alveg að skila sínu og Sausi á LeBLanc hélt ko0n líka alveg í skefjum sem fékk ekkert að njóta sín. Áður en að Dusty fóru að henda sér í fountain rétt fyrir endalokin höfðu XY aðeins náð sér í 10 kills í heildina á móti 36 hjá Dusty og tilfinningin var þannig að XY hefðu aldrei átt séns.

2-1 Dusty Academy

MVP:
Garðar “Sósa”, junglerinn hjá Dusty Academy.
Í leikjum Dusty í síðustu deild var ákveðið þema - Sósa tók leikina og átti svo lygilega góða byrjun að hitt liðið átti ekki séns. Hann sankaði að sér MVP-um í kjölfarið og þessi umferð var akkúrat þannig. Allir hjá Dusty voru að spila vel í leikjunum en það var Sósa sem kom, sá og rústaði í leik 2 og 3.

FH vs KR

Þessi umferð byrjaði mjög svipað og Dusty - XY leikirnir og eins og nefnt var á streyminu var mikið undir fyrir KR-ingana þar sem þeir hafa tapað fyrir FH í undanúrslitum tvö skipti í röð.
Gullmunurinn var of jafn of lengi þrátt fyrir að Nero Angelo hjá KR-ingum var að pakka Kainzor saman á top. wHyz og Red Umbrella (Kiddi) refsuðu grimmilega Oktopus og Tóta Túrbó fyrir að taka Sivir - Yuumi og gátu tryggt sér fyrsta turninn í leiknum ásamt 5 plates. Einnig var cutress að gera góða hluti í junglinu fyrir FH-inga þar sem hann hafði tekið hressilega frammúr hauslausum í cs-i. Það skipti samt nákvæmlega engu máli þegar að liðin kepptust um Herald #2 þar sem að Nero Angelo var gjörsamlega óstöðvandi í baklínunni. Horror master7 á Wukong átti líka góða takta með að læsa niðri FH-ingana með ultinu og það var akkúrat Wukong pikkið sem að innsiglaði leikinn dálítið. FH-ingarnir áttu engin góð svör við bæði risastórum Aatrox og Wukong sem komu spólandi í þá þökk sé hraðanum frá Sivir og Yuumi. Endaði með því að KR tóku leikin á 24 mínútum.

FH-ingarnir lærðu af mistökunum og komu ennþá sterkari aftur til leiks. KR reyndu aftur við Sivir Yuumi pikkin en fengu hreinlega ekki að spila leikinn í þetta skiptið - wHyz tók 50 cs forystu á 14 mínútum og var gríðarlega ógnandi á Miss Fortune. Ziggs á miðjunni tryggði líka fyrsta turninn fyrir FH og þegar að turret plates féllu höfðu KR-ingar aðeins náð þremur þeirra meðan að FH höfðu tekið tólf!
Munurinn sem þeir byggðu upp í byrjun stækkaði og stækkaði og endaði með því að FH gátu tryggt seinni leikinn á 31 mínútu.

Í þriðja leik skiptu KR út Sivir og Yuumi fyrir Varus og Nautilus og gekk mun betur að halda aftur af wHyz og Kidda þannig. Hauslaus hinsvegar tók Karthus í jungle og lenti í einhverjum endalausum eltingarleik við cutress sem átti vægast sagt geggjaðan leik á Jarvan. Hauslaus náði ekki að farma í friði og varð aldrei þessi ógn sem að scaling Karthus á að verða. Hinu meginn við borðið var risastór Jarvan sem að leiddi restina af liði sínu í teamfight eftir teamfight og tölurnar hjá FH-ingum voru ekki amalegar. 22-5 og 13k gullmunur þegar að FH-ingar tóku seríuna á tæplega 28 mínútum.

2-1 FH eSports

MVP:
Róbert “cutress”, junglerinn hjá FH.
Það virðist vera sem að tapið í leik eitt hafi farið fyrir brjóstið á honum því hann kom af krafti aftur í leik 2 og 3. Þessi umferð VAR mjög svipuð og Dusty - það var eins og junglerinn einn og sjálfur hefði ákvarðað leikina strax frá byrjun.
Það er sérstaklega merkilegt þar sem að Róbert er ADC main og hefur verið til margra ára. Í viðtalinu eftir leikinn nefndi hann að það verði áfram hlutverk hans í deildinni og skiptingin byrjar af krafti.

1 Like

Vika 2

Dusty Academy vs FH eSports

Í síðustu deild var það fyllilega á hreinu að Dusty og FH væru tvö bestu lið landsins þó samt að það væri mikill munur á liðunum. Í dag hefur ýmislegt breyst - Dusty hefur brotnað upp í tvö lið, Dusty sem inniheldur Hoiz og Legions frá því úr fyrri deildum ásamt erlendum spilurum og svo Dusty Academy sem inniheldur áfram Nipplu, Sósu og Zarzator. Inn í Academy liðið koma Kristut og Sausi sem eru báðir gríðarlega góðir spilarar en þetta eru stórir skór að fylla.

Að missa tvo bestu spilara landsins ætti að gera eitthvað til að jafna leikinn en eins og var nefnt síðast þá eru FH-ingar líka með nýja spilara og róteringar hjá sér. Við heyrðum í cutress, fyrrum ADC og glænýjum jungler FH í síðustu viku og hann var ekki spenntur fyrir að fara svona snemma gegn Dusty Academy þar sem hann hefði viljað meiri tíma fyrir liðið sitt að læra á nýjar stöður og hvern annan.

Leikur 1

Dusty FH
Nippla Qiyana Kainzor Renekton
Sósa Elise cutress Wukong
Sausi Rumble Desúlol Ziggs
Kristut Aphelios whYz Miss Fortune
Zarzator Sett Kiddi Nautilus

Í leik eitt spiluðu báðir junglerarnir í kringum top side þar sem að það var mikilvægt fyrir bæði Nipplu og Kainzor að ná yfirhöndinni snemma. Cutress var fyrri til en Nippla vék sér snyrtilega frá gankinu og Sósa mætti svo á hárréttum tíma til að koma first bloodinu yfir á Nipplu. Minion wave-ið steinlá svo fyrir Nipplu sem gat fryst það undir turninum og komið sér í 20 minion forskot.
Kristut og Zarzator voru að gera mjög góða hluti þrátt fyrir öflug picks hjá FH-ingunum og þar sem að Nippla var að standa sig svo vel gat Sósa spilað í kringum neðri helminginn af kortinu og hjálpað sínum mönnum. Það fór þannig að drápin röðuðust á Kristut sem nældi sér líka í gott minion forskot.
Dusty strákarnir gerðu heiðarlega tilraun til að henda leiknum frá sér með gráðugri tilraun í dreka á tíundu mínútu sem endaði með að þeir misstu tvo meðlimi ásamt drekann sjálfan. Það skipti samt sem áður engu máli þar sem að Dusty náðu að grípa FH-ingana með buxurnar á hælunum á 16. mínútu og fengu ace-ið. Eftir það var hver einasti meðlimur Dusty orðinn fáránlega sterkur og þeir fóru létt með að klára leikinn á 24 mínútum.

Leikur 2

Dusty FH
Nippla Irelia Kainzor Aatrox
Sósa Ekko cutress Kindred
Sausi Rumble Desúlol Kled
Kristut Jhin whYz Taliyah
Zarzator Sett Kiddi Thresh

Þessi byrjaði með blóðugu bot lane. wHyz og Kiddi reyndu skemmtilega hluti pikkunum til að refsa Sett pikkinu hjá Zarzator. Cutress spilaði líka töluvert í kringum bot side aftur. Það þýddi hinsvegar að það var litla hjálp að fá á top side þar sem að Kainzor missti wave-ið sitt yfir til Nipplu snemma í leiknum sem frysti það aftur. Þá fór Kainzor í könnunarleiðangur þar sem hann rakst á Sósu og rétt slapp í burtu. Hann haltraði aftur á lane til að hanga undir turni meðan Nippla var að freeza og missti þannig af heil miklu gulli og xp-i. Hann náði samt aðeins að svara fyrir sig með hreinu 1v1 sigri en hélt samt áfram að detta aftur úr farmi og Nippla tók hann svo í næsta 1v1 sem þeir fóru í. Eftir það var top lane algjörlega ónýtt.
Á sama tíma var Desúlol lagður í einelti á miðjunni og Kled pikkið hans fékk ekkert að njóta sín. Sausi varð risastór á Rumble og hann tryggði sína menn í gegnum teamfight eftir teamfight. Dusty tóku svo örlítið klassískt Dusty move í lokin þar sem þeir slökktu á heilunum og fóru að leika sér en Sósa náði samt á endanum að laumast í gegnum baklínuna og brjóta nexusinn niður.

MVP:

Zarzator, support Dusty Academy.
Fékk að spila sinn mann Sett í báðum leikjunum og var algjörlega geggjaður í fyrri leiknum. Seinni helmingur seinni leiks var örlítið grunsamlegri en góð byrjun tryggði samt MVP titilinn.

XY.esports vs Fylkir Esports

Leikur 1

XY.esports Fylkir
Veggurinn Yorick Leiftur McQueen Camille
Mischiefs Jarvan Tartalaus Gragas
koOn Rumble flackoxd Lucian
Yordle Stomper Kalista oyQ Ezreal
Bad Habit Taric Jenk Yuumi

Gott gank frá Tartalausum tryggði first blood fyrir Leiftur McQueen á top lane. Það var eina drápið sem að Fylkir fengu í bráð hinsvegar þar sem að gríðarlega gott teleport frá Veggnum snéri ganki við á bot lane og endaði með að bæði Veggurinn og Yordle Stomper komu út með tvö dráp. Það gaf XY góða stjórn á leiknum og þeir voru snöggir að taka fyrstu þrjá drekana. Það skipti ekki öllu máli þó þeir færu að taka lélega slagi eftir það þar sem að Veggurinn á Yorick hótaði alltaf grimmu split pushi. Á endanum fengu XY síðasta infernalinn ásamt baron og þá héldum við að leikurinn væri búinn. Fylkir fengu hinsvegar drauma slag í kringum elder drekann, ace-uðu XY og tóku elder dragon líka. Það var samt of seint í rassinn gripið þar sem að Fylkir höfðu ekki náð neinum turnum af viti. Böffið kláraðist og flackoxd gerði mistök á miðjunni og lét grípa sig aleinan á miðjunni. XY þurftu ekki meira til, gátu brunað niður miðjuna til að loksins klára leikinn.

Leikur 2

XY.esports Fylkir
Veggurinn Sett Leiftur McQueen Irelia
Mischiefs Trundle Tartalaus Zac
koOn Rumble flackoxd Vladimir
Yordle Stomper Kalista oyQ Lucian
Bad Habit Morgana Jenk Taric

Í þetta skiptið var bot lane-ið hjá Fylki algjörlega að rústa. Jenk leit lygilega vel út á Taric og þökk sé því röðuðust drápin yfir á oyQ. Þeir gátu svo aðstoðað Leiftur McQueen að komast langt á undan Veggnum og voru þá með fulla stjórn á leiknum í byrjun með gott bakland í Vladimir og Zac þegar leið á. Þegar að XY byrjuðu loksins að fá nokkur dráp var leikurinn einfaldlega búinn og það voru Fylkir sem tóku þetta hægt og rólega.

Leikur 3

XY.esports Fylkir
Veggurinn Poppy Leiftur McQueen Urgot
Mischiefs Trundle Tartalaus Zac
koOn Syndra flackoxd Rumble
Yordle Stomper Ezreal oyQ Lucian
Bad Habit Volibear Jenk Yuumi

XY náðu í first blood en fljótlega eftir það tóku þeir græðgislega tilraun í bláa böffið hjá Fylki og misstu þrjá menn fyrir vikið. Tvö dráp fóru við það yfir á oyQ og Fylkir gátu aftur nýtt þetta vel til að stækka bilið. Léleg baron tilraun hinsvegar hjá Fylki beit þá harkalega í bakhliðina þar sem að Mischiefs gat einfaldlega labbað inn í pittinn, smite-að baron af Fylki og svo pakkað þeim saman í slagnum eftirá. Baron buffið dugði til að taka niður inhibitor á miðjunni og á þeim punkti voru XY komnir tæplega 4k gulli yfir. Fylkir náðu þó að tryggja sér síðasta infernal drekann uppá sálina en þeir misstu baron #2 frá sér ásamt fjórum meðlimum sínum og var það aðeins flacoxd sem stóð eftir til að verja stöðina.Útlitið var svart en flackoxd náði að tefja ágætlega og á síðustu stundu þegar að XY ætluðu að taka niður nexus turnana kom inhibitorinn upp aftur sem að hægði nægilega á XY - Fylkir náðu að respawna, verja stöðina sína og taka svo ace-ið fljótlega eftirá. Þökk sé því gátu þeir tekið elder dreka ásamt baron og það dugði til að þeir kláruðu leikinn.

MVP:

Ég kann alltaf vel að meta góðan support og Jenk hjá Fylki stóð sig eins og hetja í þessum viðureignum, bæði sem Taric og sem kisan.

KR LoL vs Somnio eSports

Leikur 1

Somnio Esports KR
Dr skrímsli Wukong Nero Angelo Aatrox
Samherji Sett HausLaus Diana
Delusional Kid Cassiopeia Grænn Slots LeBlanc
Hrollur Varus Oktopus Senna
Smack 56 Nautilus Tóti Túrbó Tahm Kench

KR-ingarnir byrjuðu umferðina skelfilega. Nero Angelo ýtti Dr Skrímsli hratt inn undir turn og var með algjörlega yfirhönd í byrjun. Það þýddi samt að hann var galopinn þegar að Samherji kom í bakið á honum og nældi sér í first bloodið. Nero blæddi í teleport um leið og hann kom aftur upp og það var ömurlega einfalt fyrir Samherja að koma strax aftur í heimsókn og drepa Nero aftur.
Þetta virðist hafa tekið KR-ingana alveg á taugum sem að reyndu við dive á Dr Skrímsli fljótlega eftirá. Það fór hinsvegar á versta veg þar sem að Skrímslið lifði af en ekki Nero. Samherji fékk svo fleiri ókeypis dráp á bot þar sem að Oktopus og Tóti Túrbó létu grípa sig allt of nálægt óvina turninum. Þessir freebies gáfu Somnio of mörg lanes og þeir voru algjörlega með team comp sem gat nýtt sér það. KR-ingarnir gerðu samt betur í seinni helming leiksins þó það hafi verið of seint í rassinn gripið - það tók Somnio samt infernal sál, baron buff og elder dragon buff til að klára leikinn að lokum.

Leikur 2

Somnio Esports KR
Dr skrímsli Wukong Nero Angelo Aatrox
Samherji Sett HausLaus Diana
Delusional Kid Cassiopeia Grænn Slots LeBlanc
Hrollur Varus Oktopus Senna
Smack 56 Nautilus Tóti Túrbó Tahm Kench

Í viðtali eftir leikina nefndu KR-ingar um að eftir þessa hroðalegu byrjun í leik 1 hafi þeir talað saman og ákveðið að leikurinn væri hreinlega tapaður. Þá væri betra fyrir þá að eyða honum í að hreinsa hugann og koma sterkir inn næst.

Það er oft nefnt í þessum leikjum að junglerar eiga að fara og planta niður einu stykki ward og stökkva svo heim til sín að sækja sweeper trinket áður en leikurinn hefst. KR-ingarnir misnotuðu þetta svakalega og plöntuðu sér 5 í runna að bíða eftir Samherja þegar hann ætlaði að gera nákvæmlega það. Hann labbaði beint í fasið á KR-ingunum þannig að Nero Angelo fékk first blood sem var hárrétt manneskja í það. Hann var snöggur að taka yfir lane-ið án þess að gera sömu mistök og síðast og KR-ingarnir spiluðu mikið í kringum top lane. Grænn Slots var tilbúinn í heimsóknir á Twisted Fate og HausLaus var geggjaður á Gragas. Það þýddi að Dr Skrímsli og Samherji voru teknir úr leiknum. Oktopus og Tóti Túrbó voru helvíti góðir núna og héldu vel í Hroll og Smack 56. Þá var í raun þrýstingurinn á Delusional Kid að bera liðið sitt en Orianna er ekki beint þekkt fyrir að geta hard carryað leiki. Á mínútu 15 var hann þó kominn með tvö dráp en það voru einu drápin sem að Somniu höfðu fengið. Hinu meginn við borðið var Nero kominn í 5/1/4 og KR-ingar í 11 drápum tótalt. Það glitti aldrei í sól hjá Somnio og það voru KR-ingarnir svo sem tóku þetta á 25 mínútum.

Leikur 3

Somnio Esports KR
Dr skrímsli Mordekaiser Nero Angelo Aatrox
Samherji Sett HausLaus Kindred
Delusional Kid Fiora Grænn Slots Akali
Hrollur Kai’Sa Oktopus Senna
Smack 56 Yuumi Tóti Túrbó Tahm Kench

Tóti Túrbó kom, sá og sigraði. Þeir fengu Sennu Tahm Kench á bot aftur og KR spilaði harkalega í kringum þá. Leikurinn var “hægur” í byrjun miðað við íslenska leiki en svo kom teleport play á bot frá Nero sem tryggði þeim nokkur dráp, þá sérstaklega 2 á Tóta. Nero var ekkert að flýta sér heim til sín heldur fór HausLaus á top til að taka á móti wave-inu og halda Dr skrímsli fjarri turninum og það leyfði Nero og Tóta að pikka upp enn fleiri dráp með auðveldu dive-i. Somnio var svo refsað grimmilega fyrir að reyna að taka niður fyrsta drekann þar sem að Tóti bætti við sig fjórða drápinu meðan að HausLaus stal drekanum af þeim. Leikurinn var hreint og beint rúst þar sem að ekkert gekk upp hjá Somnio, töpuðu á hverju einasta lane-i og KR-ingarnir kláruðu þríleikinn auðveldlega.

MVP:

KR Oktopus, ADC fyrir KR. Rock solid í gegnum alla þrjá leikina og það voru þeir bot lane bræður sem kepptust um MVP titilinn.

Turboapes United vs Tindastóll #Stóllinn

Leikur 1

Tindastóll #STÓLLINN Turboapes United
Leikmaður Camille Tediz Sett
Eldur Sylas Dréson Lee Sin
Addi Vel’Koz Seifur Diana
Colonel Sanders Senna Controversial Varus
Villti Tryllti Zyra Brúsí Karma

Það var mikið búið að spá í spilin fyrir þessa viðureign líka. Bæði Turboapes og Tindastóll unnu sína fyrstu umferð en það var bara annað liðið sem gat endað viku tvö með fullt hús stiga líkt og Dusty.

Leikur eitt var temmilega rólegur miðað við marga í þessari deild. Á tuttugustu mínútu voru aðeins 14 dráp komin og 8 þeirra tilheyrðu öpunum. Það var samt ekki alveg á hreinu hvort liðið væri með yfirhöndina þótt að aparnir væru með tæplega 3k gull í mun því það hafði ekki gengið nógu vel að halda aftur af Adda.
Stólarnir náu samt að snúa við leiknum með ágætis teamfight þar sem þeir jöfnuðu muninn snyrtilega. Leikurinn var samt borðtenniseftirherma þar sem að Tindastóll tóku svo baron og náðu að drepast allir eiginlega strax eftirá. Sömuleiðis tóku aparnir næsta baron á meðan að Stólarnir tryggðu sér infernal sálina en aparnir gátu samt ekki nýtt baron buffið í neitt af viti. Leikurinn útkljáðist loksins þegar að aparnir tóku elder drekann en buðu upp á að láta læsa sig inni í dreka pittinum. Ulti frá Villta henti þremur mönnum upp í loftið á meðan að Addi fékk að vera óáreittur í of langan tíma. Aparnir áttu ekki séns, death timerarnir voru of háir og Stólarnir gátu loksins tekið leikinn.

Leikur 2

Tindastóll #STÓLLINN Turboapes United
Leikmaður Vladimir Tediz Jayce
Eldur Zyra Dréson Dr Mundo
Addi Varus Seifur Kassadin
Colonel Sanders Miss Fortune Controversial Ziggs
Villti Tryllti Braum Brúsí Sett

Leikur tvö leit allt öðru vísi út. Við sáum skemmtilega hluti koma í junglið, Eldur hjá Tindastól tók Zyru (sem fór misvel í menn) á meðan að Dréson tók Mundo. Aparnir sendu Seif á top lane að leika við Leikmann og þar voru þeir í mestu rólegheitum að farma. Það kom mun verr út fyrir Leikmann sem átti engin svör við risastóri framlínu apa á meðan að Seifur fékk að hoppa fram og til baka í baklínunni hjá Tindastól og brjóta hana. Bot lane hjá Tindastól náði sér aldrei á strik og fengu varla að spila leikinn. Tindastóll átti hreinlega ekki séns, náðu ekki einum objective í leiknum og aparnir pökkuðu þeim saman á 21 mínútu.

Leikur 3

Tindastóll #STÓLLINN Turboapes United
Leikmaður Wukong Tediz Mordekaiser
Eldur Karthus Dréson Jarvan
Addi Anivia Seifur Jayce
Colonel Sanders Ezreal Controversial Ziggs
Villti Tryllti Yuumi Brúsí Sett

Með þriðja leik átti að útkljá hvort liðið ætti það skilið að deila efsta sætinu með Dusty Academy. Seifur stýrir öpunum með járnhendi og hann var snöggur að sjá veikleika í drafti Tindastóls. Karthus svínvirkar í jungle ef hann getur treyst á að fá að vera í friði. Stólarnir höfðu hinsvegar tekið frekar aðgerðarlausar hetjur á miðjuna og bot á meðan að aparnir buðu upp á svakalega ógn snemma í leiknum. Það var ekki verra fyrir apana að Controversial gat verið aleinn í heiminum á móti Sanders og Villta sem gátu í rauninni ekkert hótað að drepa hann og það gerði Brúsí kleyft að labba um með Dréson og setja gríðarlega pressu á Karthus.
Það var einmitt Eldur sem að dó í fyrsta, annað og þriðja skiptið í leiknum þökk sé Dréson og hann fékk varla að spila leikinn. Aparnir settu upp ýmiss umsátur og ég vil ímynda mér að það hafi ekki verið mjög kátt á hjalla hjá Tindastól. Leikurinn var ekki jafn stuttur og sá á undan en Aparnir náðu samt að tryggja sér infernal sálina ansi snemma, alla heraldana og eitt stykki baron, þó að þeir hafi gert ævintýrlega tilraun til að drepast þar. Tindastóll enduðu þennan leik líka án þess að hafa tekið niður einn einasta objective og aparnir kláruðu hann á tæplega 28 mínútum.

MVP:

Seifur, midlaner Turboapes. Aðalástæðan fyrir að leikur 1 varð svona langur þar sem hann ríghélt öpunum inni. Leiddi svo sína menn til sigurs með góðri frammistöðu í hinum tveimur.

1 Like

Vika 3 sló mögulega öll hraðamet því að þótt að leikirnir hafi ekki alltaf verið stuttir voru lygilega fáir leikir spilaðir. Eins og áður þá köfum við ofan í hvern leik hér fyrir neðan en fyrir ykkur óþolinmóðu má líka finna styttri samantekt hér

FH eSports LoL - Tindastóll #STÓLLINN

[


Bæði liðin komu inn í viku þrjú með eitt sigur og eitt tap. Fyrir fimmtu mínútu fengum við fjörugan teamfight þar sem að allir mættu öllum hjá drekanum og endaði með 2-2 stöðu. Það var Addi hjá Stólunum sem fékk bæði killin og það setti upp ansi mikla pressu í kringum miðjuna. Þökk sé því og öflugu comboi hjá Sanders og Villta sem hótaði bot gátu þeir tekið fyrsta mountain drekann nokkuð auðveldlega.
Eldur einbeitti sér að top í kjölfarið og kom Leikmanni hressilega af stað ásamt því að taka herald nr. 1. Á meðan var cutress að dansa í kringum bottom lane því hann langaði í dive með wHyz og Kidda. Þeir náðu að pína Sanders það mikið að hann féll aftur úr í farmi en cutress var of lengi að leita að tækifæri og endaði þannig að Villti og Sanders náðu að drepa hann fyrir ekki neitt.
Junglerarnir skiptu mappinu áfram á milli sín þar sem cutress lagði mikla áherslu á botninn á meðan að Eldur einbeitti sér að top. Leikmaður fékk fyrsta turn leiksins ásamt fimm plates og það skilaði sér aldeilis í miðju leiksins þegar að risastór Camille kom fljúgandi inn í teamfights til að moppa þá upp. Gullmunurinn var of mikill, Eldur og Leikmaður voru óstöðvandi þegar þeir hentu sér inn í FH og backupið var aldeilis til staðar frá Adda og Sanders. Það voru því Stólarnir sem gerðu sér léttan leik úr þessu á 22 mínútum og 11k gullmun.

Tindastóll 1 - 0


wHyz og Kiddi voru snöggir að fá ágætis yfirhönd á botninum þar sem þeir hótuðu svakalega á Kalistu og Nautilus. Þeir náðu að frysta wave-ið á hárréttum stað hundleiðinlega lengi og það var lítið sem að Sanders og Villti gátu gert í því án þess að fá heimsókn frá Eld. Sú heimsókn kom ekki og það þýddi að wHyz var kominn í 15cs mun á 7 mínútum. Þessi yfirhönd gerði Kidda líka leyft að kíkja í heimsókn á miðjuna með cutress og tryggja first blood yfir á Desúlol.
Sársaukinn á botninum hélt áfram þar sem að wave-ið neitaðist að haggast. wHyz og Kiddi fengu svo lvl 6, spóluðu í Sanders og Villta ásamt teleporti inn frá Desúlol á öflugan ward aftarlega á lane-inu þar sem þeir drápu Villta, færðu sig svo á top þar sem að Leikmaður var of framarlega og náðu að drepa hann líka. Allt annar leikur fyrir FH-ingana þar sem wHyz var 2/0/0 og Desúlol 1/0/1 á 11 mínútum ásamt því að hafa náð fyrsta dreka og herald. wHyz og Kiddi fóru aftur á bot þar sem Kainzor var enn til staðar enda var stutt í infernal. Þeir tóku þrír gegn tveimur sem gekk upp og þeir náðu að drepa Villta en þeim var strax grimmilega refsað - þeir höfðu gleymt reglu 1: Ef þú veist ekki hvar junglerinn er þá er hann sekúndu frá því að ganka þig. Eldur kom fljúgandi úr fog of war og Addi hafði sömuleiðis tekið sér göngutúr í gegnum ána og Tindastóll náði að snúa þessu ótrúlega vel við. Öll killin fóru á Sanders og skyndilega var hann kominn aftur inn í leikinn. Þetta gaf Stólunum bæði infernal drekann ásamt því að Leikmaður gat nýtt tímann í að taka niður plates.
FH-ingarnir jöfnuðu sig eiginlega ekki alveg á þessu og tóku slappan slag á miðjunni sem endaði með að þeir misstu alla 5 meðlimi. Þá var gullmunurinn orðinn nákvæmlega ekki neinn, þar til að Addi átti meistaralega góða (viljandi eða óviljandi) beitu þar sem hann lokkaði FH-ingana á eftir sér og sprengdi wHyz áður en hann féll. Þá tóku FH-ingar kolvitlausa ákvörðun um að halda áfram slaginum og committuðu teleporti frá Kainzor. Compið þeirra gekk hinsvegar algjörlega út á wHyz og Desúlol og það var of erfitt fyrir þá þegar annan vantaði, þeir hreinlega höfðu ekki skaðann til að drepa Eld þó hann væri einn gegn þremur allt of lengi. Eldur keypti lygilega langan tíma þar til að Leikmaður gat komið fljúgandi inn aftur til að innsigla málin. Ace númer tvö fyrir Tindastól, dreki númer þrjú og baron í kjölfarið. Desúlol náði að halda leiknum spennandi aðeins lengur með einfaldlega geggjuðum package en það dugði að lokum ekki til, Stólarnir nældu sér í ocean sálina og þá var leikurinn hreinlega búinn á 30 mínútum.

Tindastóll 2 - 0

MVP:
Það er bara ein helvítis regla og það er að banna Zac. Eldur var hetja í báðum leikjunum og náði að koma sínum mönnum af stað. Það var líka hann sem snéri við seinni leiknum sem var upp að því marki í höndum FH og það dugir til að vinna inn MVP titilinn.

Fylkir Esports - Dusty Academy

Dusty mættu seinir til leiks í umferðina og fengu því dæmt á sig víti - Fylkir fengu leik eitt gefins. Þeir eiga því bæði hraðamet Vodafone deildarinnar.

Fylkir 1-0


Leikur tvö var ansi áhugaverður því að Fylkir höfðu hrúgað í einhverja risastóra framlínu. Það voru samt Dusty sem tóku first blood og var það ekki flóknara en það að Kristut og Zarzator fengu lvl 3, flössuðu inn og murkuðu Oyq. Tartalaus var snöggur að refsa samt á top lane og hafði nýtt sér alcove vel til að komast í færi og drepa Nipplu. Það var mikilvægur hlutur að það var Tartalaus sem fékk killið. Dusty tóku nefnilega vafasamt dive um mínútu 6 þegar að Tartalaus var hárréttur maður á hárréttum stað og þeir báru heldur enga virðingu fyrir að flackoxd væri kominn í lvl 6 því allt í einu komu tveir hlunkar fljúgandi inn þökk sé elastic slingshot og hero’s entrance.
Sósa og Nippla fengu killið á Leiftur en dóu báðir í staðinn. Þá held ég að Dusty hafi verið farnir að svitna því að Tartalaus og Flacko voru farni að vera ansi stórir. Málin versnuðu þegar að Fylkir tóku fyrsta dreka leiksins, mountain drekann, því hann var alveg fullkominn fyrir compið hjá Fylki. Finnst það hreinilega furðulegt að Dusty hafi ekki lagt meiri áherslu á hann en tengist mögulega því að það var full mikil gredda í Kristut að þjarma að Oyq og Jenk og það opnaði drekagluggann fyrir Fylki.
Ég nefndi að það hefði verið mikilvægur hlutur að Tartalaus hefði fengið snemmbúin kills; Dusty reyndu eins og þeir gátu að finna einhver kills í miðjupunkti leiksins en lentu alltaf í risastóra veggnum sem Tartalaus og flackoxd mynduðu. Hvað sem þeir reyndu komust þeir ekki framhjá þeim og Fylkir náðu alltaf að refsa á móti. Á mínútu 25 náðu Fylkir að tryggja cloud drekasálina, rétt áður en að Dusty hópuðust allir í pittinn með þeim. Þar fannst Fylki gott að vera því Dusty höfðu einfaldlega ekki tólin til að drepa risana og Fylkir tóku ace-ið í rólegheitunum. Baron í kjölfarið var nóg til að innsigla leikinn og Fylkir kláruðu þetta á tæplega 31 mínútu sem þýðir að loksins hefur eitthvað lið náð umferð af Dusty!

Fylkir 2-0

MVP:
Hundrað prósent Tartalaus. Í lok leiks var hann 5/0/17 og hafði því tekið þátt í 22 af 26 kills. Dusty voru með cs leads á öllum lanes og voru á blaði að spila þau betur en þeir höfðu mjög brothætta drauma um að vinna einhverja slagi. Tartalaus mætti á móti með risastóra sleggju.

Turboapes United - Somnio Esports


Því miður fengum við ekki replay úr leik 1 en hann ku hafa verið nokkuð auðveldlegur fyrir apana. Staðan var því 1-0 fyrir þá þegar við duttum inn í seinni leik. Þar höfðu aparnir hent í grimmt comp sem gat refsað Somnio snemma og þeir fengu einmitt snemmbúna yfirhönd á flestum lanes og þá sérstaklega á top þar sem Tediz var að gera Dr skrímsli lífið algjörlega leitt. Dréson kom við strax í lvl 3 og tryggði sér ótrúlega auðvelt first blood.Mjög fljótlega eftir það fór Drex í base eftir að wave-in höfðu resettað en ekki Seifur. Seifur gat þá ýtt næsta wave-i hratt inn í turn og nýtt sér það að Drex hafi labbað til baka en ekki teleportað. Það opnaði fyrir að Seifur og Dréson kíktu top og tóku auðvelt dive á Dr skrímsli. Somnio tóku örlítið vafasama ákvörðun; Samherji vissi af playinu top og reyndi að aðstoða sinn mann en var örlítið of seinn - þegar hann mætti var Dr Skrímsli dauður. Á sama tíma kom Drex inn með teleportið og þeir félagar hlupu á eftir öpunum inn í frumskóginn en hugsuðu ekki nógu vel út í að þar eiga aparnir heima. Þeim var refsað grimmt fyrir það og dóu báðir - þeir náðu þó að tryggja nokkur kills fljótlega eftirá þökk sé apaskap en tilganginum hafði verið náð, top lane var algjörlega ónýtt fyrir Somnio.
Til að gera málin verri þá höfðu þrjú af killunum farið yfir á Dréson. Controversial og Brúsí voru með yfirhönd á bot lane og svo kíkti Dréson í heimsókn til þeirra - þá voru tvö lanes orðin ónýt hjá Somnio. Á tíundu mínútu var staðan 3-7 öpunum í vil sem höfðu líka tæplega 4k í gullmun. Þeir slepptu aldrei bensíngjöfinni, sýndu það hreinilega að þeir eru öflugra liðið og þegar leikurinn kláraðist á 22. mínútu var staðan 7-29.

Turboapes United 2-0

MVP:
Dréson, junglerinn hjá Turboapes. Hann spilaði gríðarlega vel í kringum top í byrjun til að passa það að Neeko hefði tilgang í leiknum (sem að Tediz svo algjörlega nýtti sér) og kom lanes hressilega af stað. Þegar þú færð að byggja Mejais á Elise ertu að gera eitthvað rétt í leiknum.

XY.esports - KR LoL


XY komu inn í vikuna enn að leita að fyrsta sigrinum á meðan að KR var í 1-1. Í þessum fyrsta leik var það Hauslaus sem reif sína menn í gang með lygilega innkomu á miðjunni bæði til að tryggja first blood og til að halda Grænum Slots á lífi. Leikurinn var konunglega blóðugur en hlutirnir röðuðust nokkuð rétt hjá KR - hasar á 13. mínútu var örlítið vanhugsaður hjá XY því þeir báru ekki virðingu fyrir því að þeir höfðu hvorki teleport uppi hjá Veggnum né koOn. Mischiefs kom með Yordle og Bad Habit að leika við Oktopus og Tóta og inn komu Grænn Slots og Nero Angelo til að eyðileggja plönin þeirra. Liðin komu nokkuð jafnt út úr því en það voru KR-ingarnir sem höfðu núna 4/1/1 Akali.
KR-ingarnir náðu baron en létu svo draga sig inn í langavitleysu þar sem þeir voru togaðir sundur og saman og shutdownin röðuðust yfir á XY. Þar var Veggurinn algjör lykilmaður fyrir XY því ultin frá honum var það sem hélt XY inní leiknum. Strax í kjölfarið var tekinn harður slagur um dreka #4 sem að KR byrjuðu á en XY enduðu. Mischiefs henti sér inn í pittinn, stal drekanum og læsti þrjá meðlimi KR inn í Cataclysm á meðan að restin af XY létu KR finna fyrir því. Þökk sé að Grænn Slots náði að koma sér í slaginn að lokum tóku KR-ingarnir ace-ið en XY voru komnir hættulega nálægt sálinni. KR hafa því verið ansi sveittir á mínútu 30 þegar næsti dreki var kominn upp. Þeir hjóluðu í XY en létu draga sig í eltingarleik á eftir þeim þar til að gullfallegur Equalizer frá Veggnum lenti á þeim á öllum. Það var nóg til að mölva lið KR-inga og maður þorði að vona að þetta væri slagurinn fyrir XY, allt þar til að upp rann ljós um að þetta hafði verið fimm gegn fjórum. Nero Angelo náði loksins að teleporta inn í fightinn og fór létt með að pakka saman síðustu fjórum meðlimum XY með snilldartöktum á Akali. Það tryggði það að XY fengu ekki sálina og að lokum eftir 40 mínútna leik tóku KR-ingarnir sigurinn.

KR 1-0


Aldrei þessu vant komst Riven í gegnum draft og Nero Angelo var snöggur að taka við henni. XY mættu með strattið á móti þar sem Veggurinn ætlaði að sýna sig á Darius. Niðurstaðan varð hálfgert fret þar sem að þeir tóku í staðinn keppni um hvor gæti dáið oftar.
Killin röðuðust yfir á carryana hjá KR og þeir algjörlega mölvuðu XY í drekabardaga á 23. mínútu. Þetta var ansi kunnulegt þar sem að XY náðu þó að tryggja sér þriðja drekann sinn og voru þá einum dreka frá infernal sálinni en KR nýtti tækifærið og tóku baroninn. Á þeim tímapunkti var Hauslaus líka kominn þremur levelum fram úr Mischiefs og ekki sakaði að vera 7/1/3. Serían neitaði samt að hafa alveg á hreinu hvort liðið hefði yfirhöndina því að þó að KR-ingarnir myndu tryggja næsta infernal þá gat Mischiefs flassað yfir vegg til að stela baron nr 2. Það dugði samt skammt til, þeir gátu ekki nýtt böffið í neitt og þriðji infernalinn endaði á að fara yfir til KR. Það sást að það er allt í lagi að vera með þrjá infernals þegar að XY þurftu að kíkja inn í frumskóginn til að athuga með baron nr. 3 og KR-ingar komu fljúgandi yfir veggi til að mölva þá. XY áttu hreinlega ekki séns og allir þeirra lykilmenn voru straujaðir á núll komma einni. Það þýddi ace-ið og þá gátu KR loksins keyrt niður top og klárað leikinn á 39 mínútum.

KR 2-0

MVP:
Hauslaus, junglerinn hjá KR. Hann gerði fína hluti í leik eitt en var algjörlega stjarnan í þeim seinni á risastórum Karthus.

Vika 5

KR LoL - Turboapes United

Þessi vika var gríðarlega spennandi því í byrjun voru fjögur lið með flestan fjölda stiga í deildinni og áttum við von á tvöföldum toppslag. Þessi leikur var annar þeirra og KR-ingar byrjuðu hann með djúsí vali á Master Yi í jungle og Lulu á miðjuna. Það byrjaði ágætlega hjá þeim þegar Nero hjálpaði Hauslausum með að stela rauða böffinu af Dréson og tóku í kjölfarið flassið af Tediz. Það þýddi að þegar að Hauslaus kíkti næst í heimsókn fékk hann first bloodið þó Nero hafi verið óþægilega nálægt því að deyja.KR-ingarnir héldu áfram að spila mikið í kringum top en það gaf öpunum tækifæri á að ná í fyrsta infernal drekann. Seifur var líka snöggur að hraðspóla fram úr Lulu í farmi og var kominn 30cs yfir á 9 mínútum. Það var líka stór galli í plani KR-ingana að þeir vildu raða öllu yfir á Hauslausan sem þýddi að Riven fékk mun minna að njóta sín. Aparnir nýttu sér það vel, sendu Seif upp í stað Tediz og hann í kjölfarið pakkaði saman Nero endaði hafði Lulu ekkert getað beislað hann.

Það sást af hverju Irelia má ekki freefarma þegar hann mætti svo á bot lane og sótti sér auðvelt quadra kill.

KR-ingum gekk illa að komast aftur upp úr því. Þeir náðu að koma shutdowni af Seif yfir á Hauslausan en fóru of djúpt og góð teleport innkoma hjá Tediz leyfði honum að moppa þá upp. Þá var hann kominn fyllilega á ról og orðið erfitt fyrir Hauslausan að valta í gegnum apana. Það var líka virkilega erfitt fyrir KR að Seifur var eldheitur í leiknum og tókst að lenda stönninu sínu á Hauslausan trekk í trekk. Þegar það klikkaði dugði Kindred ulti frá Dréson líka algjörlega til að slökkva á honum. Compið dugði ekki til, KR voru of langt á eftir og þegar aparnir kláruðu ocean sálina var leikurinn búinn.

Turboapes United 1 - 0

Það voru Seifur og Dréson sem voru tilbúnir í 2v2 á miðjunni og afgreiddu þann slag snyrtilega sem kom first blood yfir á junglerinn. Hann hélt upp á það með að fara í ótrúlega langa og skrýtna baráttu við Hauslausan um grompinn hjá KR. Brúsí kom að aðstoða sinn mann en gullfallegt flash body slam frá Hauslausum úr runna tryggði að aparnir voru steindauðir.
Tediz hafði ekki alveg húmor fyrir apalátunum og tók Nero niður í pjúra sóló killi, tvisvar. Það skipti sköpum í leiknum sem einkenndist af gríðarlegum fjölda bardaga sem hvorugt lið hefði líklega ekki átt að negla í því að Tediz var alltaf hótandi því að taka niður sidelanes. Seifur spilaði líka gríðarlega vel í lönguvitleysunum og náði að verða risastór. Það þýddi að með aðstoð tveggja barona og mountain sálar gátu aparnir tekið þetta á 32 mínútum.

Turboapes United 2 - 0

Somnio Esports - Fylkir Esports

Fylkir voru með einfalt plan í leik eitt. Treysta á að Marchadesch og Jenk gætu séð um Hroll og Smack56, koma Leiftri í gang á top og svo setja mikið púður í miðjuna hjá flackoxdd. Marchadesch og Jenk voru lygilega góðir, Tartalaus tryggði first blood á top og eftir það gat hann einbeitt sér að því að koma killi eftir killi á flacko.
Fylkir stigu pedalinn af krafti og Somnio fengu nákvæmlega einn séns. Fylkir höfðu tekið hvern einasta objective í leiknum meðan að Somnio höfðu varla náð að snerta turnana og þetta leit út fyrir að ætla að verða snöggur leikur. Þegar að seinni nexus turninn hjá Somnio féll fóru Fylkir mjög djúpt, beint í ginið á Drex sem náði góðu petrifying gaze. Taric ulti kom of seint, Fylkir höfðu overcommittað og voru stráfelldir án þess að Somnio misstu mann. Það var því miður of seint og næsta sókn Fylkis var einföld til að klára þetta, því miður rétt áður en við fengum að sjá flacko með cloud sálina.

Fylkir 1 - 0

Fylkir slepptu fram af sér beislunum í leik tvö og leyfðu sér Riven fyrir Leiftur og Nocturne á Tartalaus. Ég vil ímynda mér að það hafi komið smá fýlusvipur á Leiftur þegar að Dr skrímsli fór á Ornn á móti honum því þá var nokkuð staðfest að það yrði ekki mikill hasar á top. Fylkir bættu upp fyrir það á neðri helming þar sem að Marchadesch og Jenk algjörlega brutu Somnio niður.
Somniu gekk betur að svara fyrir sig en í fyrri leik en höfðu engin svör við sleipri Xayuh og Rakan. Marchadesch og Jenk fóru þangað sem þeir vildu og gerðu það sem þeim sýndist og Somniu höfðu engin svör. Fylkir hraðspóluðu í cloud soul og innsigluðu leikinn á 25 mínútum.

Fylkir 2 - 0

FH eSports - XY.esports

Þessi leikur var temmilega jafn fyrstu tuttugu mínúturnar. Erfiðleikar XY lágu helst í því að þeir áttu mjög erfitt með að komast inn að FH-ingum sem voru með mjög sleip picks. Það sást á nokkrum drekum þar sem að XY dönsuðu á hliðarlínunni en gátu ekki fundið góða innkomu. FH náðu baron eftir þriðja drekann sinn og XY reyndu við að ná Kainzor sem þeir héldu að væri í lélegri stöðu. Hann náði hinsvegar að lokka XY inn í góða gildru þar sem að FH stukku inn á þá, XY gufuðu upp og wHyz endaði með quadra.
Það hefði átt að þýða að leikurinn væri búinn þar sem wHyz flaug áfram í items og var orðinn fáránlega sterkur en XY náðu að grípa FH með buxurnar á hælunum í kringum næsta dreka og halda þeim frá sálinni. Hinsvegar náðu FH svo lygilega góðu picki á koOn, XY vildu ekki gefa slaginn samt og það þýddi annað kill fyrir FH sem leiddi yfir í baroninn. XY virtust fara hálfpartinn á taugum fyrir vikið, koOn henti sér fram í dauðann til að reyna að sprengja wHyz en var langt frá því þökk sé stórri kisu og restin af XY var ekki nálægt til að hjálpa honum. Það þýddi að FH gátu keyrt niður miðjuna með baron böff og ocean sálina og klárað leikinn auðveldlega.

FH 1 - 0

Mischiefs kíkti snemma í heimsókn á bot og þökk sé góðu stönni frá Yordle Stomper náðu þeir að drepa wHyz. Sá snjóbolti fékk svo aldeilis að rúlla því að hann dó fljótlega aftur þökk sé Yordle og Bad Habit. Eitthvað hefur hann verið með hausinn í fyrri leiknum ennþá því að hann dó svo í þriðja skiptið, einn, fyrir sjöttu mínútu. koOn fékk líka aldeilis að njóta sín þökk sé góðu samstarfi með Mischiefs og varð nokkuð stór á Pantheon. Það þýddi að scaling compið hjá FH leit verr út því þeir duttu svo langt á eftir. Þeir náðu samt að verja vel og hlutirnir voru farnir að líta örlítið betur út. Þá kom Veggurinn hraðspólandi inn i fights, henti Desúlol í death realm og vann teamfight eftir teamfight fyrir liðið sitt. Ace að lokum á 37. mínútu þýddi að XY gátu loksins keyrt í gegnum varnir FH og klárað leikinn.

XY 1 - 1

Við fengum ævintýralegri picks í leik þrjú með Mischiefs á Hecarim og Yordle á Vayne. Hrossið fékk því miður ekki að njóta sín því Desú eignaði sér miðjuna, var með mikla pressu þar í kring og náði að grípa Mischiefs glóðvolgan í razorbeaks sem þýddi að hann datt dálítið aftur úr. Það var verra fyrir bot lane XY því að Vayne Sett leit skelfilega illa út gegn Tahm Kench og Sennu.
wHyz sleppti því að deyja þrisvar í röð og það þýddi að Yordle og Bad Habit gátu ekkert gert gegn þeim. Plate eftir plate féll á botninum og cutress og Désu voru duglegir að kíkja niður í heimsókn. Algjör stjórn á bot lane þýddi að drekarnir röðuðust yfir á FH og þetta var einfaldlega leikur sem eiginlega tapaðist 70% í draftinu og hin 30% fylgdu á fyrstu mínútum. FH fengu risastórt lead og kláruðu á nær sléttum 30 mínútum.

FH 2-1

Dusty Academy - Tindastóll #STÓLLINN

Bæði liðin voru á toppnum í byrjun viku en það voru Dusty Academy sem höfðu verið sallarólegir í viðtali fyrir viðureignina og það sást líka þegar þeir mættu pollrólegir á riftið. Leikmaður hjá Stólunum gerði vel á móti Nipplu og náði að drepa hann tvisvar. Það var eina sem var að ganga upp hjá Stólunum því að hvert sem Sósa fór gengu hlutir upp, Kristut og Zarzator spóluðu fram úr Sanders og Villta Tryllta og þá var orðið mjög erfitt fyrir Tindastól að læsa niður Dusty.
Zarzator var ódrepandi á froskinum góða, Kristut og Sausi negldu út skaða úr fjarlægð ásamt því að hóta ágætis picks með coccoon og sleepy trouble bubble. Nippla lét heldur ekki dauðana stoppa sig og náði vel frammúr Leikmanni í farmi þar sem að Leikmaður þurfti að hlaupa um með liðinu sínu að reyna að slökkva elda. Það þýddi líka að hreyfingarnar hjá Dusty voru hnitmiðaðri og hetjuleg tilraun þeirra til að kasta leiknum breyttist í helvíti gott turnaround sem að innsiglaði Nipplu algjörlega sem ógn þegar hann sótti sér quadra kill.
Villti tryllti náði að stela baron á ævintýranlegan hátt sem Nautilus en það dugði bara rétt til að hægja á Dusty. Þeir ypptu öxlum, fóru í staðinn í drekann og tryggðu sér mountain sálina með 10.5k í gullmun sem dugði til að þeir gátu vöðvað sig í gegnum varnir Tindastóls.

Dusty Academy 1 - 0

Í champion select var mikið spáð í Rengar pikkinu hjá Eld. Hugmyndin var sú að ef það myndi virka yrði það mögulega tækifæri Tindastóls til að fá snemmbúna forystu og vinna leikinn snemma en ef það myndi klikka væri það hörmulegt.
Höskuldarviðvörun: það klikkaði. Sausi og Sósa hentu sér inn í baklínuna hjá Tindastól án þess að stólarnir gætu gert mikið í því, Zarzator var risastór á Trundle og Nippla var hægt og rólega að vinna scale keppnina á top.
Þessi sería sannfærði mig um að ég þurfi að spila meira af Jax því Sósa átti ótrúlega góðan leik og það þurfti nær alla spilara Tindastóls til að stoppa hann af. Þegar það er líka stórar og feitar Akali og Senna bakvið Jax er lífið erfitt. Þegar að óvina Ryze er 90 cs yfir Gangplankinum þínum er lífið erfitt. Þessi leikur var hreinlega þannig að Dusty lögðust ofan á Tindastól, refsuðu veikum lane picks og unnu leikinn á núll komma einni.

Dusty Academy 2 - 0

1 Like