Tilkynning vegna leiks crazycocoapuffscrew gegn Crossfit.XY

Mikið magn af ábendingum komu frá samfélaginu í kjölfar leiks crazycocoapuffscrew og Crossfit.XY og því var farið í að skoða málsatvik.


Demo af leikjum BNz voru skoðuð aftur í tímann og má greina verulega mikinn mun á leikstíl, staðsetningum, notkunar á utility og heilt yfir getu milli leikja þar sem BNz sjálfur spilaði, og leikjum þar sem að grunur var um að ólöglegir leikmenn léku á reikning hans.

Eftir að þetta misræmi kom í ljós voru tæknileg gögn skoðuð, sem staðfestu að fleiri en einn óskráður leikmaður notuðu reikning BNz í keppnisleikjum.

Þessi hegðun er gjörsamlega óásættanleg og stríðir gegn öllum þeim gildum sem að RÍSÍ ætlast til af leikmönnum og liðum sem taka þátt í mótum samtakanna.

Liðið crazycocoapuffscrew hefur því verið dæmt úr leik fyrir notkun á óskráðum leikmönnum í að minnsta kosti tveimur aðskildum keppnisleikjum á þessu tímabili.

Skráðir leikmenn liðsins sem tóku þátt í þessum leikjum fá árs bann (2 tímabil) frá öllum keppnum RÍSÍ.

Þeim óskráðu leikmönnum sem léku fyrir liðið verður einnig úthlutað sambærilegri refsingu.


Við vonum innilega að þessi dómur verði öðrum víti til varnaðar, og að menn geri sér grein fyrir því hversu alvarlegt brot á heilindum keppninnar þetta er, og hversu mikið þetta getur rýrt viðhorf almennings gagnvart rafíþróttum í heild.

Virðingarfyllst,
Mótastjórn RÍSÍ

flott viðbrögð við þetta mál!

1 Like