Stórmeistaramótið í CS:GO - Vor Major 2020

Áskorendamótið var haldið síðustu helgi og voru það liðin Þór, Tindastóll, XY og BadCompany sem komust áfram í meistaramótið.

Meistaramótið verður single elim bo3 mót þar sem sýnt verður frá hverjum einasta leik á Stöð 2 esport.
Leikirnir verða klukkan 18:00 og 21:00 á föstudag, laugardag og sunnudag næstkomandi.

Okkar eigin Halldór “wmcritical” skrifaði flotta grein inn á vísi um liðin sem komust áfram úr áskorendamótinu en hana má lesa hér: https://www.visir.is/g/20201965749d/ljost-er-hvada-lid-maetast-a-stormeistaramoti-vodafone-deildarinnar

Dagskrá liggur fyrir en það verða KR og Tindastóll sem byrja þessa veislu klukkan 18:00 á föstudaginn. Þar á eftir spila Fylkir á móti XY klukkan 21:00. Laugardaginn verða það FH og Þór sem spila 18:00 og loks Dusty og BadCompany sem ljúka fyrstu umferð klukkan 21:00.

Sunnudagurinn fer svo í semi finals klukkan 18:00 og 21:00.

Úrslit verða keppt offline en þó ekki í Háskólabíói, meiri upplýsingar um það þegar nær dregur.

Brackets eru komin inn á challengermode og líta svona út:

Mótið má sjá á challengermode hér: https://www.challengermode.com/s/RISI/tournaments/d4f8fd92-f083-ea11-aa77-28187866dfc9/brackets/1/