Skráning í fyrsta tímabil LoL deildarinnar 2020 er opin

Eins og einhverjir hafa tekið eftir seinkuðum við opna mótinu til 22. febrúar til að ljúka við samningsmál.

Undirbúningur er á fullu fyrir deildina og því er kominn tími til að opna skráningu í opna mótið.
Ef þú ert óviss með hvað opna mótið er, þá mæli ég með að skoða þráðinn um nýtt format hér: Deildin 2020 hefst 22. febrúar

Við nýtum okkur aftur Challengermode fyrir næsta tímabil og er skráning opin þar: https://www.challengermode.com/s/RISI/tournaments/cbb16a09-2748-ea11-a94c-28187872267f

Eins og síðasta tímabil er þátttökugjald upp á 11 evrur. Þátttökugjaldið er aðeins greitt einu sinni og gildir fyrir allt tímabilið.
Greitt er með því að ýta á “Subscribe” takkann á linknum hérna fyrir ofan.

Liðin sem eru sjálfkrafa í úrvalsdeild eru:
Dusty
FH
KR
Fram

Liðin fjögur sem berjast um sæti í úrvalsdeild í áskorendamóti eru:
Team GZero
Fjórir Þágufallssjúkir og Eitt Skilnaðarbarn
Fylkir
Pongu

Liðin í áskorendamótinu munu keppa við efstu fjögur liðin úr opna mótinu.

Ég vonast til að sjá sem flesta.

Brackets fyrir opna mótið eru komnir inn á Challengermode.
2 lið með hæsta seed’ið eru sjálfkrafa komin áfram í áskorendamótið. Hin 4 liðin þurfa að keppa 1x Bo3 viðureign til þess að vinna sér inn sæti í áskorendamótinu.

Leiktími er settur klukkan 20:00 sunnudagskvöldið 23. febrúar. Ef lið koma sér saman um annan leiktíma er það í góðu lagi, þó ekki seinna en settur tími.

Hvaða lið eru hæst seeduð?

Somnio og Diddi’s Angels.
Þegar kemur að seedi þá er miðað við fyrrum árangur í deildinni helst, síðan gengi á RIG og að lokum professional guesstimate.

Opna mótið er búið, topp 4 liðin eru:

  • Diddi’s Angels
  • Somnio eSports
  • CatWalkClear LOL
  • SupremeUnquestionedDominatorsOftheKnownUniverse

Þessi lið halda áfram í Áskorendamótið til að keppa á móti Team GZero, Fjórir Þágufallssjúkir og Eitt Skilnaðarbarn, Fylki og Pongu.

Topp 4 liðin úr Áskorendamótinu fara í Vodafone Deildina ásamt Dusty, FH, KR og Tindastól A.

Einnig höfum við nú liðin sem fara í fyrstu deild.

Fyrsta deild verður eftirfarandi lið ásamt liðum sem lenda í sætum 5 - 8 í áskorendamótinu.

  • Tindastóll B
  • KINGGUNNAR

Við munum svo opna skráningu í neðri deildir til að fylla í fyrstu deild og hugsanlega aðra deild ef nógu margir skrá sig.

Brackets eru komnir inn á Challengermode fyrir áskorendamótið.

Það voru liðin Diddi’s Angels, Fylkir, Somnio eSports og Esports Gaming For sale sem komu, sáu og sigruðu í áskorendamótinu um helgina. Þau hafa því tryggt sér sæti í Vodafone Deildinni vortímabilið 2020.

image

image

Þau taka sér þá stöðu við hliðina á Dusty, FH, KR og Tindastól í meistaramótinu næstu helgi.

Ég vil þakka SiggoTV kærlega fyrir mjög gott streymi af mótinu yfir helgina.

3 Likes