Skráning í fyrsta tímabil LoL deildarinnar 2020 er opin

Eins og einhverjir hafa tekið eftir seinkuðum við opna mótinu til 22. febrúar til að ljúka við samningsmál.

Undirbúningur er á fullu fyrir deildina og því er kominn tími til að opna skráningu í opna mótið.
Ef þú ert óviss með hvað opna mótið er, þá mæli ég með að skoða þráðinn um nýtt format hér: Deildin 2020 hefst 22. febrúar

Við nýtum okkur aftur Challengermode fyrir næsta tímabil og er skráning opin þar: https://www.challengermode.com/s/RISI/tournaments/cbb16a09-2748-ea11-a94c-28187872267f

Eins og síðasta tímabil er þátttökugjald upp á 11 evrur. Þátttökugjaldið er aðeins greitt einu sinni og gildir fyrir allt tímabilið.
Greitt er með því að ýta á “Subscribe” takkann á linknum hérna fyrir ofan.

Liðin sem eru sjálfkrafa í úrvalsdeild eru:
Dusty
FH
KR
Fram

Liðin fjögur sem berjast um sæti í úrvalsdeild í áskorendamóti eru:
Team GZero
Fjórir Þágufallssjúkir og Eitt Skilnaðarbarn
Fylkir
Pongu

Liðin í áskorendamótinu munu keppa við efstu fjögur liðin úr opna mótinu.

Ég vonast til að sjá sem flesta.