Reykjavík International Games 2020

Skráning á rafíþróttakeppni Reykjavík International Games 2020 er nú opin á https://rig.rafithrottir.is/

Keppt verður í Counter-Strike: Global Offensive, League of Legends og FIFA 20 í PS4 (2 í liði).
Skráningu lýkur 23:59, 19. janúar 2020.

Aldurstakmark fyrir þátttöku er 16 ár. Miðað er við fæðingarár (2004).
Lið telst skráð eftir að lið er fullmannað á https://rig.rafithrottir.is/

Reglur fyrir hvern leik fyrir sig má finna efst á skráningarsíðunni.

Undankeppni spilast á netinu dagana 24., 25. og 26. janúar 2020.
Úrslitin verða haldin í Háskólabíó dagana 1. og 2. febrúar 2020.

Dagskrá fyrir úrslitin má á facebook viðburði okkar.

English
Signup for the e-sports competition for Reykjavik International Games 2020 is now open at https://rig.rafithrottir.is/

Competition will be held in Counter-Strike: Global Offensive, League of Legends and FIFA 20 on PS4 (2 players per team).

Sign-up closes on 2020-01-19T23:59:00Z

Age restriction for the tournament is 16 years. This is based on the birth year (2004).

A team is fully registered once the team is full on this site.

The playoffs will be played online on the 24th, 25th and 26th of January 2020.
The finals will be held in Háskólabíó on the 1st and 2nd of February 2020.

The agenda for the finals can be found on our facebook event.

1 Like

Skráningu er nú lokið.
21 lið skráð í CS:GO
10 lið skráð í LoL
12 lið skráð í FIFA

Við erum að setja upp dagskrá og seeds fyrir undankeppnina sem verður spiluð á netinu 24., 25. og 26. janúar.
Upplýsingar um næstu skref verða send út á netföng þeirra sem skráði liðið sitt í vikunni, vonandi á morgun.

Þær upplýsingar sem eru komnar á hreint:

  • Úrslitin verða Bo5 í CS og LoL, spiluð upp á sviði. Undankeppnin verður Bo3 single elim.
  • FIFA og LoL spila úrslitin 1. febrúar og CS spila 2. febrúar.
  • Það er ekki þátttökugjald til að keppa.

Liðsstjórnendur (þeir sem bjuggu til liðið á rig.rafithrottir.is) í LoL og CS:GO eiga að hafa fengið email í gær með leiðbeiningum um að skrá sig á challengermode þar sem undankeppnin fer fram á því platform-i.

Við getum ekki stillt upp brackets fyrr en öll lið hafa skráð sig þar inni svo að við biðjum alla sem ætla að taka þátt að skrá sig inn þar sem fyrst.

Seedað hefur verið í brackets fyrir alla leiki. Við settum okkur markmið að halda þetta yfir þessa helgi en þurfum svo bara á laugardeginum og sunnudeginum að halda miðað við fjölda liða.

CS:GO: CS:GO Dagskráin á RIG 2020

LoL: League of Legends á RIG 2020

FIFA: FIFA dagskráin á RIG 2020

Streymin frá RIG sem ég veit af:

Takk fyrir mótið allir
Sigurvegarar voru eftirfarandi:
KR í FIFA
Dusty í LoL
Fylkir í CS:GO