Nýliðar á challengermode

Góð þátttaka fólks í deildinni í ár þýðir að margir nýjir eru að keppa inn á Challengermode í fyrsta sinn.

Þessi póstur er ætlaður að kenna þeim sem ekki hafa notað challengermode áður á platformið.

ATH. Mín sýn á síðunni er aðeins öðruvísi, ef leikmenn geta sett inn betri myndir í comments þá væri það vel þegið.

Fyrst á dagskrá er að finna hvenær þinn næsti leikur er.
Annaðhvort er hægt að fara inn á síðu RÍSÍ hér: https://www.challengermode.com/s/RISI/leagues og leita þar að þinni deild, eða þú getur stimplað beint inn (deild).(cs/lol).rafithrottir.is

Til dæmis ef ég væri í fimmtud deild í CS myndi ég fara inn á deildarsíðuna á http://5.cs.rafithrottir.is/ sem áframsendir þig á rétta deild inn á challengermode.

Þarna má sjá stöðuna í deildinni ásamt næstu og fyrri leikjum.
Ef við förum þaðan inn í “Upcoming matches” sést eftirfarandi:

Þarna má sjá að fyrstu leikir umferðarinnar byrja á sunnudaginn, fyrri leikur 20:00 og seinni leikur 21:00.
Liðum er frjálst að koma sér saman um að spila fyrir ásettan tíma. Þá þarf að senda mér skilaboð (helst í PM hér) og ég breyti settum tíma. Einnig er hægt að finna “Reschedule” inn á síðunni, þá þarf mótastjóri aðeins að samþykkja nýjan tíma, en við fáum ekki notification um það svo að það þarf að láta vita af því.

Þegar klukkan er svo orðin 20:00 þurfa allir liðsmenn (já allir) að fara inn í lobby sem er búið til, það má finna með því að klikka á þinn leik og þaðan inn í lobby. Til dæmis má sjá ef klikkað er á “Hvolpasveitin vs. Þeytararnir”:
image
þessi sýn er eflaust aðeins öðruvísi hjá ykkur, en þarna kemur upp “Open lobby” þegar leikur á að byrja. Til dæmis fyrir kláraða leiki lítur þetta svona út:
image

Þegar opið lobby er komið þurfa allir liðsmenn að fara þar inn og merkja sig sem ready.
Þegar allir eru ready opnast vetos, fyrst fyrir server location og svo fyrir map.

Loks þegar vetos eru búin er server startað og hægt verður að copy-a server IP frá síðunni sjálfri.

ATH: Eftir að lobby opnar hafa keppendur 15 mínútur til að merkja sig sem ready áður en liðinu er dæmt tap. Þessi tími er sýnilegur í lobby.

Með server connection streng í hönd er nú hægt að fara loks inn í CS:GO, paste-a inn í console og tengjast server. Allir keppendur hafa svo 10 mín. til að merkja sig aftur sem ready inn í leiknum sjálfum (með .ready minnir mig, eða !ready) í chat.

Ég er örugglega að gleyma einhverju, megið endilega bomba spurningum hingað í comments og ég eða aðrir sem hafa notað platformið geta vonandi svarað.

Góður póstur! Takk fyrir þetta.