Major - Vor 2020

Major vortímabils 2020 byrjar á opnu móti sem verður haldið 16. og 17. maí.

Major er eins og Minor nema hann hefur engin áhrif á næstu deild.

Skráning í opið mót er opin öllum, aðgangseyrir gildir yfir allt vortímabilið svo að lið sem hafa nú þegar greitt fyrir þátttöku í deildinni þurfa ekki að greiða hann aftur.

Nauðsynlegt er að vera skráður “subscriber” eða skráður sérstaklega á lista hjá okkur til að taka þátt. Upplýsingar um greiðslur má finna í svörum hér: Vodafone deildin - CS:GO - Vor 2020

Allir sem vilja taka þátt og enduðu ekki tímabilið í úrvalsdeild þurfa að skrá liðið sitt til þátttöku.

ATH: Lið þurfa að vera greidd inn á tímabilið og staðfest (allir merktir ready) til að taka þátt.

Hægt verður að merkja sig sem ready frá 11. Maí. Skráning lokar fimmtudaginn 14. maí klukkan 23:45. Eftir það verður engum liðum bætt við.


Hvernig virkar Major:

Opna mótið er bracket þar sem lið spila einn bo3 leik til að halda áfram. Miðað við skráningu spilast 1 eða 2 leikir á laugardeginum og 2 leikir á sunnudeginum. Leikirnir eru settir á 18:00 og 21:00 en í samráði við andstæðinga má spila leikina fyrir áætlaðan tíma (þó innan helgarinnar).

Spilað er niður í 4 liða úrslit þar sem þau fjögur lið halda áfram í Áskorendamótið.

Áskorendamótið er 8 liða mót haldið helgina eftir opna mótið, 23. og 24. maí.

Liðin í sætum 5-8 í úrvalsdeild spila þar við topp 4 lið opna mótsins í double elimination bo3 móti. Lið þurfa því að vinna tvisvar til að halda áfram. Fjögur lið halda áfram í meistaramótið.

ATH. sæti 8 í úrvalsdeild verður þá liðið sem vann fyrstu deild og sæti 7 ræðst af umspili milli liðs 2. sætis í fyrstu deild og 7. sætis liði úrvalsdeildar sem verður spilað á

Meistaramótið er loks 8 liða mót haldið frá föstudegi til sunnudags í vikunni eftir áskorendamótið.

Liðin í sætum 1-4 í úrvalsdeild spila þar við topp 4 lið áskorendamótsins í single elimination bo3 móti.

Meistaramótið spilast frá 29 - 31. maí þar til tvö lið eru eftir. Úrslitaleikurinn verður svo 6. júní haldinn í háskólabíó.

Sökum Covid-19 veirunnar þá er möguleiki að þessi leikur verði sýndur í beinni úr stúdíói í stað þess að vera í háskólabíói. Tilkynning kemur um það þegar nær dregur.


Skráning í opna mótið í CS:GO er hér:

Skráning í opna mótið í LoL er hér: