FIFA dagskráin á RIG 2020

Góðan dag,

Takk kærlega fyrir skráninguna á RIG 2020.

Við munum styðjast við Toornament til að halda utan um brackets fyrir mótið.


Hægt er að velja match og fara svo í “Players” til þess að sjá PSN hjá liðunum.

Miðað er við að Round 1 hefjist ekki seinna en 20:00, Laugardaginn 25. janúar.
Miðað er við að Round 2 hefjist ekki seinna en 20:00, Sunnudaginn 26. janúar.

Round 3 (undanúrslit) og Round 4 (úrslit) verða spiluð uppi á sviði í Háskólabíó, Laugardaginn 1. febrúar.

Spila má leiki fyrir settan tíma, ef bæði lið eru því samþykk, en ekki má fresta leik.

Úrslit skulu sendast með mynd af niðurstöðu á rafithrottir@gmail.com eftir að báðir leikir hafa verið spilaðir. Skal þar sjást nöfn leikmanna og úrslit úr hvorum leik fyrir sig.

Ef einvherjar spurningar vakna, er alltaf velkomið að hafa samband við mig hér eða á haflidi@rafithrottir.is.