Deildin 2020 hefst 22. febrúar

Edit: Vegna samningsmála höfum við seinkað deildinni um viku

Deildin 2020 í CS:GO og LoL byrjar tímabilið á upphafsmóti eða “Minor”. Minor úrslitin raða í deildirnar yfir tímabilið. Við ljúkum svo tímabilinu með lokamóti eða “Major”.

Minor

Nýtt fyrirkomulag verður með þeim hætti að upphafsmót deildarinnar verður skipt niður í þrjú minni mót spiluð yfir þrjár helgar, 22-23. febrúar, 29.feb - 1. mars og 5 - 9. mars

Þessi þrjú minni mót verða kölluð Opna mótið, Áskorendamótið og Meistaramótið.

Opna mótið er fyrstu helgina, allir geta skráð sig. Opið mót verður útsláttarkeppni, bo3 single elimination þar sem efstu fjögur liðin halda áfram í Áskorendamótið.

Áskorendamótið er samansett af 8 liðum. Efstu 2 liðin úr fyrstu deild síðasta tímabils, neðstu 2 lið úr úrvalsdeild síðasta tímabils og efstu 4 liðin úr Opna mótinu.
Mótið verður bo3 double elimination þangað til efstu fjögur liðin eru eftir.
Efstu fjögur liðin úr Áskorendamótinu eru þar með komin inn í Úrvalsdeildina.

Meistaramótið er loks helgina eftir það þar sem lið næstu Úrvalsdeildar keppa innbyrðis í bo3 single elimination útsláttarkeppni þar til meistari Minor mótsins er krýndur.
Leikir Meistaramótsins dreifast yfir 4 daga þar sem sýnt verður frá öllum leikjum í beinni.
Seeds í meistaramótið verða byggð á úrslitum fyrra tímabils og gengi í áskorendamótinu.
Dagskrá meistaramóts:

  • Laugardaginn 7. mars verða 8 liða úrslit, bo3 klukkan 17:00 og svo undanúrslit klukkan 20:00.
  • Sunnudaginn 8. mars verða úrslit, bo3 klukkan 18:00

Fyrsta deild verður samansett af neðri fjórum liðum Áskorendamótsins ásamt liðum í sætum 5-8 í Opna mótinu.
Neðri deildir raðast af árangri í Opna mótinu.

Deildin

Deildin 2020 hefst svo 23. mars, og verður 7 umferðir til 6. maí.
Allir leikir í Úrvalsdeild verða á föstum tímum á mánudögum og miðvikudögum þar sem einn leikur vikunnar verður spilaður í beinni útsendingu á miðvikudegi og restin á mánudegi.
Dagskrá fyrir tímabilið verður tilbúin viku fyrir fyrsta leik og helst út tímabilið.

Major

Major byrjar 16. maí og verður með sama fyrirkomulagi og Minor nema að hann hefur engin áhrif á næstu deild. Þrjár helgar, 16-17. maí, 23-24. maí, 29-30. maí og svo úrslit 6. júní.
Þetta verður úrslitakeppni tímabilsins þar sem keppt verður til úrslita fyrir verðlaunafé.
Úrslitin verða keppt upp á sviði í Háskólabíó 6. júní. Sökum Covid-19 veirunnar er möguleiki að úrslitin verði online.

ATH. Dagssetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

6 Likes

Þannig að top 4 úr Lenovo deildinni á síðasta tímabili + top 4 úr áskorendamótinu verða í úrvalsdeildinni? Og fyrir utan að top 4 úr áskorendamótinu komist í úrvalsdeildina þá eru þessi major/minor mót algjörlega aðskilið deildunum?

1 Like

Top 4 liðin úr áskorendamótinu fara í úrvalsdeildina
Hin 4 liðin úr áskorendamótinu fara þá í fyrstu deild, svo eru tekin sæti 4-8 úr opna mótinu líka í fyrstu deild, svo lið 9-16 í aðra deild osfrv.

Þetta gengur koll af kolli þangað til við fáum deild sem er ekki með 8 lið til að fylla í deildina.

Við notum svo deildarárangur til að seeda í næsta opna mót.

Seeding er því gert með eftirfarandi forgang: Deildin > RIG > professional guesstimate > random

Edit: eitt í viðbót varðandi áhrif á hvort annað:
Minor ákvarðar deildir
Deildin seedar fyrir Major
Major hefur engin áhrif svo á næstu deild

2 Likes

Skráning fer fram á challengermode - við erum búnir að senda beiðni á þá að búa til bracket fyrir opna mótið og látum vita um leið og skráning er opin.

1 Like

ATH: Við höfum seinkað byrjun á opna mótinu um viku. Þetta tryggir að við getum klárað samninga og sett meiri tíma í undirbúning.

Skráning er þó opin - hendi í linka hér inn í kvöld

1 Like

Er ég blindur á neðri deildirnar? 1.2.3 etc?

Það var þarna fyrir neðan upplýsingarnar um mótin

Þarna eru upplýsingar um fyrstu deild, önnur deild verður þá sæti 9-16 í opna mótinu, þriðja sæti 17-24 osfrv

Sælir, hvar get ég fundið reglur mótsins?

1 Like

Hvernig er með tímasetningar á þessum leikjum, er það eitthvað staðfest ?? :clown_face:

Erum að vinna í reglunum fyrir deildina, ætla að koma út reglunum fyrir minorinn í vikunni.

Mikið að gera í vinnunni hjá mér eins og er, hef haft takmarkaðan tíma í þetta - en þetta kemur

Fer eftir fjölda með tímasetningar, en við miðum við að spila um kvöldin - svipað og var með undankeppnina fyrir RIG

1 Like

Ekkert mál, þakka svörin.

Reglurnar voru komnar hingað: Mótareglur RÍSÍ fyrir Counter-Strike: Global Offensive
Þetta er að einhverju leiti enn undir review, svo að hlutir geta breyst, en að öllum líkindum ekki mikið.

Við verðum á Íslenskum servers sem verða svo áfram notaðir í deildinni.

Opna mótið byrjar núna á laugardaginn.
1x bo3 verður spilaður á laugardaginn - rástími er 17:00.
2x bo3 verða spilaðir á sunnudaginn - fyrsti leikur 18:00 og seinni leikur 21:00.
Liðum er frjálst að spila leikina sína fyrir settan tíma ef það hentar betur og bæði lið eru samþykkt nýjum tíma.

Seeds munu byggjast á: fyrri gengi í deild > RIG undankeppni > professional guesstimate.

Svo að ekki allir munu eiga leik á laugardaginn - kíkið inn á challengermode brackets um leið og skráning er lokuð til að sjá hvernig þetta raðast upp: https://www.challengermode.com/s/RISI/tournaments/2b317a11-2a48-ea11-a94c-28187872267f/brackets/1/
ATH. við erum að sleppa 4. liða úrslitum þar sem 4 lið munu fara áfram í áskorendadeildina - en það var ekki option á stilla á þannig í challengermode.

Annað update - að loknum minor er fólki frjálst að skrá sig í neðstu deild.
11 evrur á haus gildir yfir þá líka, en við höfum heyrt af nokkrum sem ætla sér ekki að keppa í opna mótinu en vilja þó koma inn í neðstu deild.

Sæll.

Má reschedule-a tímasetningar… menn með börn og seinni dagurinn …þetta er á konudaginn … langar helst ekki að vera hent út.

Haha já liðum er velkomið að taka leikina fyrr, ég gerði einmitt díl við konuna að gera eitthvað fyrripartinn

En seinna? þ.e. kl 21 - 22 - 23 etc?

Sunnudagsleikirnir voru semsagt settir á fyrri leik klukkan 18:00 og seinni klukkan 21:00 - fyrri leikinn má helst ekki seinka þar sem það myndi setja annað lið á bið meðan sá leikur klárast, og ég vil ekki neyða fólk að spila langt frameftir.

Ef allir aðilar eru þó til í að seinka eða flýta fyrir leik þá finnst mér það sjálfsagt.

Áskorendamótið er s.s. þá þann 29 feb rétt? bara vera viss

Jebb 29. Feb og 1. Mars

1 Like