CS:GO Dagskráin á RIG 2020

Sælt veri fólkið, hérna er dagskráin fyrir undankeppni RIG spiluð núna næstu helgi 25 - 26. jan.
Ef þið hafið spurningar endilega setjið þær hér og ég svara um leið og ég get.

Spilað verður 4 umferðir:

  • Fyrsta umferð er á laugardaginn 25. jan klukkan 18:00.
  • Önnur umferð byrjar um leið og fyrsta er búin en við miðum við 21:00
  • Þriðja umferð byrjar svo klukkan 18:00 á sunnudaginn 26. jan
  • Fjórða og síðasta umferð fyrir úrslit er svo spiluð strax eftir þriðju umferð, miðað við byrjun 21:00

Bracket:

Þetta gengur náttúrulega bara upp ef allir skrá sig inn á challengermode sem fyrst! Þeir sem eru ekki skráðir þar inn fyrir klukkan 15:00 á laugardaginn 25. jan munu ekki vera með og þá þarf að endurraða brackets… Sem mig langar voða lítið að gera.

Ég hugsa að meðan mótið er í gangi þá verður auðveldast að ná í okkur mótastjórnendur hér á forums eða beint í gegnum challengermode - verðum með allt opið að fylgjast með.

2 Likes

Fengum slæmar fréttir frá Challengermode að þeir hefðu ekki stillt á íslenska servers í kvöld - þetta skrifast á mig að vera ekki búinn að checka á því fyrr.

Burtséð frá því, þá eru 5 leikir að byrja núna klukkan 18:00

Gangi öllum vel - ég mun vera að fylgjast með forums og challengermode ef fólk þarf að fá einhverja aðstoð eða ná í mig. Ég er þó einnig að hjálpa @Flati með FIFA og LoL mótin á sama tíma svo að ég mun vonandi svara nokkuð fljótt.

1 Like