Breyting á server

Seinustu tvö tímabil á lenovo deildinni voru spiluð á EUNE en við sjáum að öll hin norðurlöndin keppa á EUW ásamt öllum öðrum pro spilurum. Mér þætti því eðlilegt að við myndum skipta yfir á EUW til að auka tengingu íslensku senunnar við aðrar senur og skapa betra æfingarumhverfi bæði varðandi scrims og soloq. Ég skora á mótsstjórnendur að taka þetta til skoðunar ! :slight_smile:

6 Likes

Góður punktur, spjallaði við @Flati um þetta og hann sagði að þetta hafi eitthvað verið rætt fyrir fyrsta tímabil en svo hafi það einfaldlega gleymst.

Þetta er alveg valid umræða - fyrsta skref væri að checka hvort öll lið í úrvalsdeild væru samþykk þessari breytingu.

Já, þetta er góð hugmynd. Aðal vandamálið er hins vegar að aðal serverinn fyrir Ísland er EUNE og væri því erfiðara að fá neðri deildirnar yfir á EUW. Það þyrfti því að spila alltaf relegation og önnur mót á EUNE til þess að sem flestir geti tekið þátt.

Ég er mjög mikið til í að hlusta á hugmyndir um hvernig væri hægt að leysa þetta mál.

Ef að það er ómögulegt að fá neðri deildir á EUW þá getum við allavega byrjuð á Lenovo deildinni. Ef við erum heppnir munu aðrir spilarar fylgja yfir og með tímanum gætu neðri deildir og önnur mót líka fært sig. Þetta er líka vandamál ef við hugsum út í mót eins og RIG sem gætu verið hugsuð sem alþjóðleg en nágrannar okkar, Norðurlöndin, geta ekki einu sinni tekið þátt.
Finnst það sökkað að íslendingar spila bara á EUNE og erum þess vegna með enga tengingu við Norðurlöndin :frowning:

Relegation leikir yrðu vesen en ef lið er nógu dedicated til þess að komast í efstu deildina þá hljóta þeir að geta spilað á EUW að mínu mati.

Ég held að gott fyrsta skref væri að tékka hvort liðin sem eru í lenovo deildinni séu samþykk því að færa hana á EUW því þetta getur ekki orðið að raunveruleika nema allir séu á einu máli.

3 Likes

Já, það hljómar vel.

Stefnum á að hafa úrvalsdeildina í ár á EUW.

1 Like

Spurning sambandi með League Unlocked þá, myndi það færast þá yfir í EUW? eða myndi það verða erfiðara að díla við?

Þetta er bara sambandi við fólkið sem spila ekkert á EUW sem eru ekki með öll champions, væri minna vesen sambandi með placeholders og allt það

League Unlocked er per summoner per server. Það þyrfti því að redda League Unlocked á EUW.
Við redduðum League Unlocked aðallega til að losna við delay á útsendingu á meðan lobby er remake’að. Við verðum ekki með útsendingu í stúdíói á næsta tímabili, svo það er ekki víst að við fáum League Unlocked aftur.

En flati reynum við ekki að fá league unlocked. <3 :sweat_smile:

1 Like

Ég veit ekki hvort við fáum það núna. Það er óvíst hvernig staðan verður á útsendingum og var league unlocked aðallega til þess að það væri minna rugl í útsendingu.

Mót á vegum RÍSÍ í League of Legends verða hér með á EUW.

1 Like