Breyting á fyrirkomulagi næsta tímabils Vodafone deildarinnar

Haust tímabil Vodafone deildarinnar mun vera með aðeins breyttu fyrirkomulagi.

  • Neðsta sæti Vodafone deildarinnar dettur sjálfkrafa niður í fyrstu deild.
  • Efsta sæti fyrstu deildar fer sjálfkrafa upp í Vodafone deildina
  • Sjöunda sæti Vodafone deildarinnar spilar við annað sæti fyrstu deildar um sæti í Vodafone deildinni. Keppt verður helgina eftir að deildin klárast.

Þriðja og fjórða sæti fyrstu deildar verða safe áfram í fyrstu deild til næsta tímabils.

Áskorendamótið var með því fyrirkomulagi að sæti 5-8 í úrvalsdeild börðust til að halda sæti sínu. Með nýju fyrirkomulagi mun það vera sæti 5-8 í fyrstu deild sem berjast fyrir sæti sínu á móti topp fjórum liðunum úr opna mótinu.

Seed í næsta opna mót verður byggt á árangri í núverandi deild.

Í heildina lítur þetta svona út:

Lok vortímabils:
Sjöunda sæti vodafone deildarinnar keppir við annað sæti fyrstu deildar um að halda sætinu sínu.

Major vortímabils
Heldur áfram með óbreyttu fyrirkomulagi. Hefur engin áhrif á næstu deild.

Minor - Haust 2020:
Opið mót verður haldið þar sem allir mega skrá sig. Vodafone deildin og fyrsta deild þurfa ekki að skrá sig.
Topp fjögur lið úr opna mótinu keppa við sæti 5-8 úr fyrstu deild vortímabils.

Áskorendamótið verður double elimination bo3 þar sem efstu fjórir fara inn í fyrstu deild hausttímabils.

Deildir 2+ verða raðaðar af gengi í opnu móti og neðri 4 sætum í áskorendamóti.

Ekkert meistaramót verður haldið í Minor.

2 Likes