Ákvörðun varðandi VAC ban

Í gær kom upp mál að lið sendi á mig message að leikmaður í liðinu hafi fengið VAC ban.

Regla 2.4.7 í mótareglum okkar er eftirfarandi:

Verði leikmaður uppvís af notkun slíkra forrita er hann og liðið hans umsvifalaust rekið úr móti og leikmaður fær árs bann frá öllum keppnum samtakanna.

Sökum þessarar reglu hefur liðinu verið vísað úr deildarkeppninni (allir leikir liðsins hafa verið dæmdir sem tap) og leikmaðurinn er bannaður frá mótum á vegum RÍSÍ til 28. apríl 2021.

Ef VAC ban er dregið til baka frá Valve þá drögum við einnig okkar bann til baka.

Hvaða lið datt út? Stálhausar?

Nei Stálhausar ákváðu sjálfir að hætta.
Liðið sem fékk dæmt á sig tap í öllum leikjum var AURORA í fyrstu deild

1 Like