Ákvörðun varðandi lið í áskorendamóti

Sælt veri fólkið. Ég er að hugsa um að framvegis hafa alla úrskurði og ákvarðanir af þessu tagi hér inni svo að allt sé á borðinu. Athugasemdir og umræða er ávallt velkomin, skítköst eru þó afþökkuð.

Opna mótið fer af stað núna um helgina og topp 4 liðin úr því móti fara áfram í áskorendamót.
Haft var samband við öll lið sem áttu að fara beint í áskorendamótið til að staðfesta að liðin stjórnuðu enn sætunum sínum. Skv. reglum stjórna lið sætunum sínum ef liðið er að keppa undir félagi með kennitölu og séu samningsbundnir því félagi, eða ef virkur meirihluti sé að halda áfram að keppa.

Þá kom í ljós vafi um að liðið VANTA væri enn með virkan meirihluta, frestur var gefinn til 20. febrúar til að staðfesta en þeir geta því miður ekki staðfest að virkur meirihluti haldi áfram.

Því hefur verið ákveðið að VANTA missir sæti sitt í áskorendamóti og þurfa því að fara í gegnum opna mótið þessa helgi.

Næstu lið í röðinni yrðu þá TeamExileGG og TBA, sem enduðu í 3-4. sæti í playoffs í fyrstu deild seinni tímabils Lenovo deildarinnar.
Þar sem þau enduðu í sama sæti í playoffs og kepptu ekki við hvort annað þar þá er horft til enda fyrstu deildar þar sem TeamExileGG endaði í öðru sæti og TBA í fjórða sæti.

TeamExileGG taka þá sæti í áskorendamóti og þurfa ekki að keppa í opna mótinu þessa helgi.